Um Sigrúnu H
Sigrún Erla Hákonardóttir fæddist í Reykjavík árið 1954. Hún útskrifaðist úr tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1996 og hefur starfað við tónlistarkennslu síðan. Sigrún hefur meðal annars kennt tónmennt í grunnskólum og leikskólum og annast stjórnun og undirleik tónlistarstunda í félagsstarfi eldri borgara.
Sigrún hefur sótt námskeið í ritlist bæði á Íslandi og erlendis og hafa ljóð hennar birst í tímaritum og dagblöðum og verið lesin upp í útvarp. Barnabók hennar, Búkollukvæði, kom út árið 2014 og ljóðabókin Hljóð er væntanlega í júní 2024.
Allar ljósmyndir á síðunni eru teknar af Sigrúnu eða dóttur hennar.

Ljóð og tónar
Í ljóðum Sigrúnar má skynja tónræna hrynjandi, tengsl orða og hljóms. Auk þess skipar þögnin sinn sess, en þögnin er órjúfanlegur þáttur tónlistar.
Viðfangsefni Sigrúnar eru ýmiskonar og ljóðin spegla reynsluheim og hugarflug hennar.
Tónar og ljóð
Í tónlistarstundum í félagsstarfi eldri borgara leggur Sigrún áherslu á að virkja þátttakendur, efla líkamsþrótt og lífsgleði og auka félagsleg tengsl.
Í gegnum tónlistina rifjast auk þess upp gamlar vísur og ljóð, öllum til ánægju og yndisuka.
